SA-Víkingar juku forskot sitt á toppi deildarinnar um helgina

Um síðustu helgi tóku SA Víkingar á móti Skautafélagi Hafnarfjarðar í tveimur fjörugum viðureignum í Skautahöllinni á Akureyri. Á laugardaginn bar SA sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 2 en á sunnudaginn þurfi framlenginu til að skera úr um sigurinn eftir að jafnt var á með liðunum, 5-5 eftir venjulegan leiktíma.

Kaflaskiptur tvíhöfði hjá U18 Víkingum

SA teflir fram tveimur liðum í U18 deildinni í vetur og um helgina héldu Víkingar suður yfir heiðar í tvíhöfða rimmu við Skautafélag Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að rimmurnar hafi verið ólíkar því fyrri leiknum, sem fram fór á föstudaginn, lauk með 5 – 1 sigri gestgjafanna sem jafnframt reyndust þeirra fyrstu stig í vetur. Á laugardeginum var annað uppi á tengingnum og Víkingar búnir að hrista af sér rútuslenið, snéru taflinu við og unnu stórsigur, 12 – 4.

SA-Víkingar í toppsætið að nýju eftir sigur á Fjölni

Í gærkvöldi mættust meistaraflokkar SA-Víkinga og Fjölnis í karlaflokki í leik sem hófst strax á eftir viðureign sömu liða í kvennaflokki. Um var að ræða hörkuviðureign sem lauk með sigri okkar manna 5 – 2. Leikurinn var samt jafnari framanaf en tölur gefa til kynna. Fjölnir opnaða markareikninginn í „power play“ um miðbik lotunnar en þar var á ferðinni Vignir Svavarsson eftir undirbúning frá Emil Alengård og Viggó Hlynssyni. Heiðar Jóhannsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki undir lok lotunnar með stuðningi frá Degi Jónassyni og Andra Sverrissyni.

SA konur unnu Fjölni í vítakeppni

SA og Fjölnir mættust í meistaraflokki kvenna hér í skautahöllinni á Akureyri í gær. Mikið jafnræði hefur verið með liðunum í ár og leikurinn í gær var engin undantekning. Leikurinn var markalaus fram í 3. lotu en þá náði Fjölnir forystunni með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttur eftir sendingar frá Berglindi Leifsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Skömmu síðar jafnaði svo Amanda Bjarnadóttir leikinn fyrir SA og þannig stóðu leikar að loknum venjulegum leiktíma.

Fyrstu heimaleikir ársins 2025 um helgina

Báðir meistaraflokkarnir okkar taka á móti liðum Fjölnis um helgina í fyrstu heimaleikjum ársins 2025. Hlökkum til að byrja árið á skemmtilegum og spennandi hokkíleikjum Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða á Stubb. SA Kvenna Fjö Kl 16:45 SA Karla Fjö Kl. 19:30 Burger fyrir leik og í leikhléi. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin. Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/b8LQ8b Forsala Miða karla: https://stubb.is/events/oVLOXn

Jóhann Már og Shawlee íþróttafólk hokkídeildar

Í liðinni viku kynnti stjórn hokkídeildar íþróttafólk deildarinnar 2024, Jóhann Má Leifsson og Shawlee Gaudreault. Þau eru vel að titlinum komin, hvort sem litið er til árangurs á ísnum, sem góðir liðsfélagar, fyrirmyndir yngri leikmanna og félagar Skautafélagsins. Þau eru ætíð tilbúin að leggja lið og rétta hjálparhönd ef á þarf að halda fyrir hokkídeildina eða félagið.

Sunna Björgvinsdóttir íshokkíkona ársins

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá hefur Sunna leikið síðustu ár í Svíþjóð en er alin upp hjá Skautafélagi Akureyrar. Sunna er á sínu þriðja tímabili með Södertalje þar sem hún hefur leikið með framúrskarandi árangri. Sunna gerði nýlega samning við Leksand í SDHL deildinni þar sem hún mun spila á lánssamning frá Södertalje og verður þá annar íslenski íshokkíleikmaðurinn sem kemst í að spila í þessari sterkustu íshokkídeild Evrópu.

Sædís Heba Guðmundsdóttir skautakona ársins hjá listskautadeild

Sædís Heba Guðmundsdóttir var krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild á sunnudag í lok glæsilegrar jólasýningar deildarinnar. Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokkí á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu.

SA Víkingar í toppsætið með sigri á Fjölni

Í gær tók karlaliðið okkar á móti Fjölni hér í Skautahöllinni og báru sigur úr býtum, 3 - 2. Leikurinn var frá upphafi jafn og spennandi og hart var barist frammi fyrir fjölda áhorfenda. Loturnar fóru 1 - 0, 2 - 1 og 0 - 0, og SA átti 30 skot á mark á móti 21 skoti frá Fjölni. Fyrsta mark leiksins skoraði Unnar Rúnarsson í power play eftir sendingar frá Óla Badda og Atla Sveins. Fjölnir jafnaði fljótlega í 2. lotu en Atli Sveinsson kom SA yfir eftir "coast to coast" sem byrjaði á sendingu frá markverðinum Róberti Steingrímssyni, sem átti gríðarlega góðan leik í gær. Þriðja markið skoraði svo Marek Vybostok eftir sendingar frá Matthíasi Stefánssyni og Una Blöndal.

Akureyrar- og bikarmótið í fullum gangi.

3. - 4. umferð leikin í kvöld